Ég er einstaklingur með bakgrunn í tæknigeiranum og djúpstæðan áhuga á samfélags- og umhverfismálum, og legg ég mig fram um að nýta tækni sem tæki til góðs.
Mér finnst mikilvægt að endurskoða ríkjandi efnahags- og viðskiptamódel til að þau miði ekki einungis að hagvexti án tillits til umhverfis eða samfélags, heldur setji velferð fólks og vistkerfis í forgang.
Ég hef áhuga á því hvernig nútíma samvinnufélög, hugmyndafræði opins aðgangs og bálkakeðjutækni geta stuðlað að auknu gagnsæi, trausti og samvinnu og þannig gera okkur kleift að skapa grundvöll fyrir velferðarhagkerfi sem dreifir tækifærum jafnt og tryggir að þörfum allra, manna og náttúru, sé mætt.